Miklar hugmyndir um íbúðabyggð við Birkimel

Á þessari tölvumynd má sjá hvernig arkitektar Nordic Office of Architecture hugsa sér byggingar við Birkimel og nágrenni.

Hugmyndir eru um nýja íbúðabyggð á lóð Orkunnar við Birkimel. Bensínstöð var á lóðinni í árana rás en rekstri hennar hefur verið hætt. Sent hefur verið fyrirspurn til borgaryfirvalda frá félaginu Reir þróun um breytingu á deiliskipulagi og mögulega uppbyggingu á lóðinni og nærliggjandi lóðum milli lóðar Orkunnar og Eddu húss íslenskunnar þar sem nú eru bílastæði. 

Tillaga er gerð um að byggja 16 hús sem verði allt að 15.500 fermetrar. Gert er ráð fyrir sameiginlegu bílastæðahúsi og möguleika á að stækka bílakjallara við Eddu. Aðdragandi þessara hugmynda er samningur Skeljar (áður Shell) við F33 ehf. sem er í eigu Hilmars Kristinssonar og Rannveigar Einarsdóttur eigenda Reirverks um að þróa uppbyggingu á lóðinni við Birkimel. Í framhaldi af því var félagið Reir þróun stofnað sem er í helmingseigu fyrrnefndra hjóna og Skeljar. Markmiðið með hugmyndinni er að þróa þéttingarreit í Vesturbænum, í nálægð Miðborgarinnar og Vatnsmýrarinnar og í nálægð við marga af fjölmennustu vinnustöðum á höfuðborgarsvæðinu. Má þar nefna allt svæði Háskóla Íslands, Landsspítalann, Íslenska erfðagreiningu, Grósku og Alvotech svo nokkurs sé getið.

You may also like...