Uppbygging að hefjast við Arnarbakka

Séð yfir Arnabakkann eins og hann lítur út í dag. Bráðlega munu þessi hús hverfa fyrir nýjum íbúða- og þjónustubyggingum.

Nú stendur fyrir dyrum uppbygging á reit þjónustukjarnans við Arnarbakka í Neðra-Breiðholti. Þar gætu risið þriggja til fjögurra hæða fjölbýlishús með 100 íbúðum. Gömul verslunarhús, sem hafa verið illa nýtt á undanförnum árum, víkja fyrir nýjum byggingum.

Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur 8. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Byggingafélags námsmanna um breytingu á deiliskipulagi Arnarbakka 2 til 6 sem felst í að heimilt verði að fjölga íbúðum án þess að auka byggingamagn, koma fyrir leikskóla á jarðhæð Arnarbakka 4, stækka byggingarreit Arnarbakka 4 til austurs til að búa til nægilegt pláss fyrir fjögurra deilda leikskóla og breyta salarhæð húsa og þakhalla. Deiliskipulag fyrir lóðir 2 til 6 við Arnarbakka í Reykjavík var samþykkt í borgarráði 2. desember 2021. Þar er heimild fyrir niðurrifi bygginga á reitnum.

You may also like...