Eiðisgrandinn lokaður til vesturs

Á þessu korti má sjá hjáleiðir vesturs til Seltjarnarness.

Nú er unnið við að fjarlægja miðeyju og umferðarljós við nyðri hluta Eiðisgranda. Af þeim sökum er Eiðisgranda lokað fyrir bílaumferð til vesturs frá og með mánudeginum 13. nóvember til 1. desember n.k. 

Hjáleiðir vegna lokunarinnar verða um Hofsvallagötu, Meistaravelli og Framnesveg. Þessar framkvæmdir skapa óþægindi fyrir vegfarendur og einkum íbúa Seltjarnarness sem fara oft daglega um Eiðisgrandann. Vegagerðin biður því vegfarendur um að sýna skilning og þolinmæði.

You may also like...