Aðkoma að Garð­heimum til umræðu

Ný verslun Garðheima við Álfabakka 6.

Aðkoma að nýrri verslun Garðheima við Álfabakka hefur verið til umræðu og vafist fyrir ýmsum. Meðal annars var rætt um að leggja niður afrein sem liggur frá Reykjanesbraut að Álfabakka. Hætt var við þau áform eftir að samgöngudeild Reykjavíkurborgar þótti það óráðlegt.

Í stað þess var stöðvunarskyldu þar sem afreinin mætir Álfabakka komið á. Enn fremur verður trjárunni snyrtur og tré lækkuð við afreinina til að bæta sjónlínur bílstjóra sem þar aka. Í svörum Reykjavíkurborgar kemur fram að svæðið sé enn vinnusvæði og sé merkt sem slíkt. Ákveðið hafi þó verið að það verði málað og merkt með skiltum.  

Á heimasíðu Garðheima er að finna upplýsingar um aðkomu að versluninni. 

Ein er að beygja til hægri frá Stekkjarbakka. Fara fram hjá hjá Olís og svo til vinstri inn Álfabakka. Þaðan frá hjá Sambíóunum, undir brúna, fram hjá botnlangaskiltinu og alla leið út í enda. Frá Breiðholtsbrautinni er hægt að komast um Árskóga frá Skógarseli. Beygja þá til vinstri inn Álfabakka og keyra til enda. Ef komið er frá Kópavogi um Nýbýlaveg er best að taka afrein upp á brúnni í átt að Sambíóunum Álfabakka. Taka þar hægri beygju undir brúna og halda áfram inn í enda Álfabakka. Ef komið er frá Hafnarfirði/Garðabæ um Reykjanesbraut er beygt beint inn á Álfabakka um frárein af Reykjanesbraut, áður en komið er að Breiðholtsbrúnni. Ef komið er frá Reykjavík um Reykjanesbraut er best að beygja upp á brúnna við Stekkjarbakka og taka hægri frárein inn á Álfabakka og keyra þar alveg inn í enda Álfabakka.

You may also like...