Grenndarstöðvar fá nýtt hlutverk

— tekið verður við málmum og glerjum í stað pappírs og plasts —

Sýnishorn af því hvernig grenndarstöðvarnar munu líta út í framtíðinni. Þessi er við Laugalæk. 

Nú er unnið að því að breyta grenndarstöðvum í Reykjavík fyrir nýtt hlutverk. Byrjað verður að taka á móti glerum og málum í staðinn fyrir plast og pappír. Ástæður breytinganna má rekja til þess að nýtt og samræmt flokkunar­kerfi fyrir heimilissorp hefur verið innleitt á höfuðborgar­svæðinu. Breytingarnar verða innleiddar í áföngum og er fjölgun málmagáma stærsta breytingin. 

Eftir að byrjað var að sækja pappír og plast við öll heimili hefur þörfin minnkað fyrir grenndargáma þar sem tekið er við þeim flokkum. Samhliða þessum breytingum sé skylt að flokka gler og málma og því verður gámum sem taka við þessum flokkum fjölgað um meira en helming, eða úr 13 í 29 fyrir áramót. Málmar mega ekki lengur fara lausir í gráu tunnuna eins og áður var leyfilegt. Merkingakerfi fyrir grenndargáma verður á næsta ári samræmt við nýjar merkingar á heimilisflokkun og verður merkingin eins og límmiðarnir á tunnunum við heimili fólks. Á sama tíma verða settir upp skynjarar í alla grenndargáma, sem segja til um hvenær gámarnir eru fullir. 

You may also like...