Opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð hverfisráðs
Ég er afar ánægð og stolt að tilkynna að við höfum opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð hverfisráðs Breiðholts fyrir árið 2016. Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2016. Sjóðurinn er starfræktur í samræmi við reglur um úthlutun styrkja á vegum hverfisráða. Það er kannski ekki stórkostleg frétt þar sem hverfisráð er árlega með 500 þúsund krónur til að veita styrki innan hverfisins. Það sem ég vil flagga nú á árinu er að hverfisráð er að vinna með markvissum hætti og á árinu munum við liggja áherslu á að styrkja verkefni sem tengjast og taka mið af framtíðarsýn og stefnumiðum hverfisráðs Breiðholts.
Ein aðal áherslan í okkar stefnumiðum var tengd lýðræði. Að mörgu leiti er lýðræði frekar flókin fyrirbæri. Til eru margar kenningar um hvað lýðræði er alveg frá fornöld heimspekinga eins og Plató og Socrates. Oftast er lýðræði túlkað út frá stjórnskipulag og samfélags nálgun. Persónulega hugsa ég svolítið um lýðræði í tengslum við rétt allra einstaklinga að taka þátt í því að móta það samfélag sem þau lífa í. Bandarísk fræðimaðurinn Robert A. Dahl setur fram viðmið fyrir lýðræðislegt þátttöku í fimm liðum; 1. Virka þátttöku borgaranna, 2. jafnvægi atkvæða á lokastigi ákvörðunar, 3. upplýstan skilning borganna, 4. að borgararnir ráði því hvaða mál séu tekin fyrir, og síðast enn alls ekki síst 5. að allir hafi rétt til þátttöku. Ég heilast einnig mjög af kenningu eftir annan bandarískan heimspeking sem er John Dewey. Hann lagði fram kenningu sem snýst um lýðræði sem gildi í lýðræðislegu samfélagi er byggð fyrst og fremst á trú á manneskjuna sem virka skynsemisveru. Í rauninni er hans kenning byggð á þeirri hugsun að hið lýðræðislega samfélag verði ekki að veruleika nema það eigi rætur í einstaklingsbundnum lífsmáta og skapgerð borgaranna. Sem þýðir að einstaklingarnir sem byggja það hafi ræktað með sér lýðræðislegt einstaklingseðli.
Sjö þættir sem styðja við aukið lýðræði í Breiðholti
Með okkar stefnumið tel ég að við reynum að nálgast lýðræði út frá þessum kenningum þar sem einstaklingum verður boðið upp á tækifæri að taka virkan þátt í nærsamfélag. Við viljum virkja og heyra í ykkur í þeim tilgangi að auka tengsl og reyna að brúa bilið á milli borgakerfis og þeirra einstaklinga sem búa í Breiðholti. Hér eru aftur þau þættir sem við teljum koma til þess að styðja við aukið lýðræði í Breiðholti:
a. Aukin að sýnileiki hverfisráðs
b. Samstarf við Ungmennaráð Breiðholts
c. Hverfisráð haldi reglulega opna íbúafundi / Breiðholtsþing
d. Auglýst verði eftir styrkjum og styrkveitingum fylgt markvisst eftir
e. Vel skilgreindar viðurkenningar innan hverfis f. Bætt tengsl við stjórnsýslu og svið borgarinnar
g. Bætt tengsl innan hverfis við stofnanir og þjónustu
Við leitum eftir að styrkja verkefni sem tengjast öllum fimm stefnumiðunum sem við höfum lagt fram og þau eru: aukin lýðræði, þjónusta við fjölskyldur, sjálfbært/umhverfisvæn hverfið, efling félagsauð og samstarf/starfsemi innan hverfið. Við viljum ekki eingöngu veita styrk í krónu tölu, við viljum fylgja eftir og vera ykkur til aðstoðar og stuðnings við að koma ykkur hugmyndum á framfæri. Við teljum að með því að taka þetta fyrsta skref að setja hugmyndir ykkar á blaðið eru verið að virkja og móta lýðræðislegt samfélag. Ég þarf að viðurkenna að ég er að binda svolítið væntingar við ykkur. Ég er að vonast til þess að sem flest ykkar komi með hugmyndir og sanna fyrir borgaryfirvöldum að við þurfum meira fjármagn til að veita styrk til okkar fólk í Breiðholti.
Breiðholtsþing 6. apríl
Annað sem ég vil aðeins tilkynna ykkur um er að við erum að liggja lokahönd á skipulag fyrir Breiðholtsþing sem verður haldin 6. apríl í Gerðubergi. Fyrir þá sem ekki vita þá er um opin fund að ræða með íbúum á vegum hverfisráðs. Við munum auglýsa meira á næstu vikum en ætlað er að fá fulltrúi frá Umhverfis og skipulagssvið til þess að ræða fyrirhugaðar framkvæmdir í hverfinu á árinu ásamt öðrum málefnum tengdum hverfinu. Eldhugar sem standa bak við sjálfbæra starfsemi Seljagarðs ætla að koma með kynning fyrir þá sem hafa áhuga á ræktun í okkar eigin borgarbyggð. Við viljum eyða kvöldstund saman að ræða við ykkur um nærumhverfið og ykkur framtíðarsýn.
Höfum fengið nokkrar viðurkenningar
Ég hef sagt áður hversu mikilvægt það er að koma hugmyndum ykkur á framfæri og vil enn og aftur hvetja fólk um að vera óhrætt við að nýta þetta tækifæri sem hér bíður ykkur. Hefði ég ekki þorað að sækja um styrk í fyrsta sinn árið 2011 í leikskólanum Ösp, þá hefði ég aldrei náð að trúa á mig sjálfa og þær hugmyndir sem ég hef um bættann og betri skóla. Í dag höfum við unnið nokkra viðurkenningar fyrir vel unnin störf og erum oft með forystu hlutverk þegar taka þarf áhættu og fara nýju leiðir í starfi með fjölskyldur hér í hverfinu. Ég veit á eigin skinnið hversu dýrmætt það er að fá stuðningu í formi styrkveitingu. Meira að segja held ég að ég hefði líklegast aldrei þorað að taka að mér þetta hlutverk sem formaður hverfisráðs ef það væri ekki fyrir fyrstu “ já“ við nýjum hugmynd um verkefnið. Gangi ykkur vel. Ég hlakka til að fá inn fullt af hugmyndum og sjá sem flest ykkur á Breiðholtsþing í apríl.
Nichole Light Mosty.
Formaður hverfisráðs Breiðholts.