Nú geturðu ræktað þína eigin flugelda

– segir Sigríður Soffía Níelsdóttir –

Sigríður Soffía Níelsdóttir umlukin blómum.

Ung kona á Seltjarnarnesi Sigríður Soffía Níelsdóttir danshöfundur og hönnuður fæst við óvenjulega hluti, ef til vill eitthvað sem fólki kann að finnast framandi. Að undanförnu hefur hún unnið að Nýsköpunarverkefni sem kallast “ræktaðu flugelda”. Verkið samanstendur af kassa með fræjum og hnýðum af blómum sem flugeldar voru hannaðir eftir. Nú getur fólk keypt gjafabréf fyrir jólin og fær þá kassa senda heim til sín í febrúar. „Þetta er umhverfisvænt og þverfaglegt. Þetta verkefni byrjaði sem dansverk sem varð flugeldasýning sem varð að blómainnsetnigu í Hallargarðinum í Reykjavík og endaði sem vara til almennings á COVID tímum,“ segir Sigríður Soffía í spjalli við Nesfréttir.

Hún segir „Náttúrulegir flugeldar” og spyr sjálfa sig hvernig hægt sé að miðla flugeldum án þess að menga umhverfið. Það geri ég með gjafakössum í takmörkuðu upplagi sem innihalda dalíuhnýði, liljur og fræ. Þannig er hægt að rækta sína eigin flugeldasýningu í eigin garði. Í fyrra opnaði Sigríður Soffía verkið Eldblóm-dansverk fyrir flugelda og flóru á Listahátíð. Í framhaldi varð til fræfyrirtækið Eldblóm sem selur 100% vistvæna flugelda þ.e. hnýði og fræ sem flugeldar voru upphaflega hannaðir Þetta skemmtilegt verkefni sem fékk mikla athygli á Hönnunarmars 2021 að hægt sé að rækta flugelda í stað þess að sprengja þá.

Eldblómin eru 100% vistvænir flugeldar

En blómaræktun og flugeldar. Hvernig tengist það saman. „Það er ef til vill aðeins flókið að segja frá í stuttu máli. Blómin sem um ræðir eru dalíur, chrysanthemumliljur og tré, willow og sakura svo eitthvað sé nefnt. Tengsl flugelda og blóma á sér uppruna í Japan. Nánast allir flugeldar sem við íslendingar sprengjum á gamlársdag eru eldblóm, skotið myndar stilk og út springur blóm. Algengustu flugelda-effectar í dag eru blóm og tré af asískum uppruna, blóm sem margir hafa ræktað í mörg ár fyrir sumarbeðin. Þarna fæddist hugmyndin „get ég ræktað flugeldasýningu“ sem tók síðan nokkur ár að móta. Ég leitast við að verkið geti tengst hugrenningum fólks varðandi hvaða flugelda það vill sprengja (rækta) og samverustundin þegar það er úti með krökkunum að (sprengja) sinna blómunum. Ólíkt flugeldum eru eldblómin 100% vistvænir flugeldar, hægt er að njóta blómanna sumarlangt, klippa og setja í vasa, og vera með ræktaða flugelda inni sem úti.

Frá sýningunni eldblóm.

Bein tenging við dansinn

Hvernig tengist þetta dansinum. „Það er bein tening þar á milli. Ég var að semja dansverk fyrir flugelda þegar áhugi minn vaknaði á þessu. Ljósið sem hreyfist er dansararnir og sviðið er himininn.“ Fyrir nokkrum árum áskotnaðist Sigríði Soffíu japönsk bók, biblíu flugeldanna eins og hún kallar það. „Japanska orðið fyrir flugelda er hanabi sem þýðir í beinni þýðingu eldblóm. Mér fannst þetta sérstaklega áhugavert og byrjaði að safna fræjum, því mig langaði til að kanna hvort ég gæti ræktað flugeldasýningu. Þetta er dansverk í gegnum það að flugeldarnir dansa og núna erum við í rauninni komin í „slow-motion“ eða hægfara dansverk.“    

You may also like...