Söfnun og skráning ljósmynda
Seltjarnarnesbær hefur ráðið starfsfólk í sumar til að safna og halda utan um sögulegar ljósmyndir sem kunna að leynast í fórum bæjarbúa.
Starfsmennirnir verða staðsettir í aðstöðu félagsstarfs aldraðra á Skólabraut alla virka daga í júní og júlí frá kl. 9-15 og eru bæjarbúar hvattir til að mæta þangað með gamlar myndir sem endurspegla bæjarbraginn á einn eða annan hátt. Myndirnar verða skannaðar inn á staðnum og settar í gagnagrunn í varðveislu bæjarins og verða einnig aðgengilegar eigendum þeirra á rafrænu formi. Hægt er að senda inn fyrirspurnir í netfangið ljosmyndasafn@nesid.is. Vonir standa til að sem flestir láti sig málið varða og mæti með myndir úr sínum fórum og stuðli þannig að varðveislu sögulegra heimilda á Nesinu.