Þröstur nýr formaður Gróttu

T.v. Bragi Björnsson, fráfarandi formaður aðalstjórnar Gróttu og Þröstur Guðmundsson nýr formaður aðalstjórnar Gróttu.

Aðalfundir deilda og ráða Íþróttafélagsins Gróttu fóru fram, þriðjudaginn 26. apríl og fóru þeir fram í hátíðarsal félagsins. Guðmundur Sigurbergsson formaður UMSK hélt um fundarstjórnina en fundurinn hófst með skýrslu Braga Björnssonar, formanns aðalstjórnar og í kjölfarið komu formenn og gjaldkerar deilda og ráða í pontu og fóru yfir starfið á árinu og rekstrarniðurstöður. 

Heilt yfir gekk rekstur félagsins og deilda vel á árinu og hefur rekstur félagsins almennt verið í góðu jafnvægi á árinu 2021 þrátt fyrir að covid faraldurinn hafði minnt á sig á árinu. 

Þröstur Guðmundsson tók við formennsku aðalstjórnar af Braga Björnssonar sem lætur af störfum eftir formennsku í 4 ár.   Aðrar breytingar á aðalstjórn eru að Anna Björg Erlingsdóttir og Svala Sigurðardóttir koma nýjar í stjórn en Bragi og Fanney Rúnarsdóttir fara úr stjórn. 

Stjórn fimleikadeildar og handknattleiksdeildar er óbreytt.

Í stjórn unglingaráðs handknattleiksdeildar var sú breyting að Guðrún Dóra Bjarnadóttir kemur inn í stað Hildar Ýrar Hjálmarsdóttir. 

Stjórn knattspyrndudeildar er sú breyting að Pétur Ívarsson og Margrét Dagbjört Flygenring Pétursdóttir hverfa úr stjórn en inn koma Helgi Héðinsson, Hildur Ólafsdóttir og Stefán Bjarnason.

You may also like...