Lóðum úthlutað fyrir um 360 íbúðir í Vesturbænum
– lóðaúthlutun í Reykjavík jafnast á við alla byggð á Seltjarnarnesi.
Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir um 360 íbúðir í Vesturbæ Reykjavíkur á liðnu ári og fyrir 370 íbúðir við Nauthólsveg. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Búseta var úthlutað lóð fyrir 78 íbúðir við Keilugranda 1. Reyr ehf fékk úthlutað lóð fyrir sjö íbúðir við Nýlendugötu 34. Vesturbugt ehf. fékk úthlutað lóð fyrir 32 íbúðir við Vesturbugt og Félagsstofnun stúdenta fékk úthlutað lóðum fyrir 244 íbúðir við Sæmundargötu. Auk þess má geta um að Háskólinn í Reykjavík fékk úthlutað lóðum fyrir 370 íbúðir við Nauthólsveg austan megin Vatnsmýrarinnar. Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingafélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða eða fyrir 1422 íbúðir. Nærri lætur að lóðaúthlutun Reykjavíkur á árinu 2017 jafngildi allri byggð á Seltjarnarnesi.