Vel heppnaðir íbúafundir

Íbúafundur

Fyrstu vikuna í febrúar fóru fram þrír íbúafundir í Hátíðarsal Gróttu þar sem nýtt deiliskipulag fyrir Melhúsatún, Strandir, Bollagarða og Hofgarða var kynnt.

Fundirnir voru vel sóttir og þátttaka og umræður íbúa góð. Nýtt deiliskipulag felur aðallega í sér staðfestingu á núverandi ástandi, en einnig er gerð tillaga að uppbyggingu á nokkrum lóðum. Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofu Seltjarnarness Austurströnd 2, 2. hæð, virka daga kl. 8:20-14:00 frá 27. janúar til og með 16. mars 2015. Einnig má sjá tillögurnar á vefsíðunni www.seltjarnarnes.is, skipulag í kynningu. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillögurnar, en ábendingum og athugasemdum skal skila til skipulagsfulltrúa, Þórðar Búasonar, eða á netfangiðpostur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 16. mars 2015.

ibuaf-jan2015

You may also like...