Gamla plastverksmiðjan rifin í sumar
Seltjarnarnesbær hefur nú samþykkt niðurrif gömlu plastverksmiðjunnar þar sem Borgarplast var til húsa að Sefgörðum 3 enda er mannvirkið víkjandi samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
Að sögn Þorsteins Inga Garðarssonar sölu- og þróunarstjóra hjá Landey er gert er ráð fyrir að húsið verði rifið í sumar. „Við teljum það orðið tímabært að rífa húsið enda virðist fullur hugur hjá Seltjarnarnesbæ að sjá uppbyggingu íbúðabyggðar á svæðinu verða að veruleika.