Fjölskylduhátíð í Gróttu á sumardaginn fyrsta

Grottudagur-2

Um 600 manns sóttu Fjölskyldudaginn í Gróttu, sem að þessu sinni var fagnað á sumardaginn fyrsta.

Gestir nutu veðurblíðunnar og alls þess besta sem Gróttan og dagskráin höfðu upp á að bjóða. Börnin sóttu smiðjur í flugdrekagerð og rannsóknum úr sjávarríkinu, harmoníkuleikarinn Flemming Viðar Valmundsson lék undir berum himni, börnin léku sér í fjöruborðinu og tóku þátt í krakkajóga sem Guðbjörg frá Jógasetrinu stjórnaði. Gestir nutu útsýnisins úr vitanum og tóku þátt í hljóðdæmagetraun með náttúruhljóðum sem Hafdís Bjarnadóttir tónskáld sá um. Trúbadorinn Pétur Örn Guðmundsson lék og söng fyrir gesti í Albertsbúð. Brynja Grétarsdóttir hélt málverkasýningu í Fræðasetrinu og hægt var að skoða fiskibeinahönnun Róshildar Jónsdóttur í vitavarðarhúsinu þar sem einnig fór fram andlitsmálun, sem naut mikilla vinsælda og vöfflusalan sló met að vanda. Hægt var að komast út í eyju frá ca. 13:00 en helgistund fór fram í Albertsbúð á vegum sóknarnefndar Seltjarnarness. Umsjón með Gróttudeginum höfðu Soffía Karlsdóttir sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs og Kristín Arnþórsdóttir upplýsinga-fræðingur og menningarmiðlari á Bókasafni Seltjarnarness ásamt Soroptimistaklúbbi Seltjarnarness.

Grottudagur-1

You may also like...