Góð mæting í kirkjuhlaupið
Á fjórða hundrað manns tóku þátt í helgistund í upphafi Kirkjuhlaups Trimmklúbbs Seltjarnarness á öðrum degi jóla í Seltjarnarneskirkju.
Nafn hlaupsins, Kirkjuhlaup er skemmtilega lýsandi því það byrjaði og endaði í Seltjarnarneskirkju en á leiðinni var hlaupið framhjá 12 öðrum kirkjum þar sem hlauparar bætust í hópinn og stoppað er við hverja kirkju til að þétta hópinn. Öllum er svo boðið upp á veitingar í safnaðarheimilinu að loknu hlaupinu.