Frábær viðbrögð við Menningargarðinum
Sendiherrar í Breiðholti buðu til veislu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, sem hafði heitið Menningargarðurinn. Þar verið að fagna fjölbreytileikanum. Boðið var upp á menningarveislu, með mat, menningu s.s. þjóðmenningu, tónlist og margskonar sviðslist. Um 30 þjóðir og menningarhópar komu saman til að bjóða upp á þessa veislu.
Viðbrögðin voru frábær þ.e. yfir 3200 manns mættu í garðinn og var ótrúlegt að sjá hve margir komu. Margir voru að koma í fyrsta skipti og uppgötva garðinn í fyrsta skipti sem er gaman, en fyrst og fremst var gaman að sjá hve vel Sendiherrar í Breiðholti eru að ná til margra.
Verkefnið Sendiherrar í Breiðholti er að stækka og það er komið til að vera.
Suðurmiðstöð er bakhjarl verkefnisins, sem er til komið vegna ábendingu borgarstjóra á sínum tíma, en Suðurmiðstöð stýrir verkefninu þ.e. frá byrjun árs 2021 var byrjað að vinna með markvissum hætti að koma fólki til að miðla upplýsingum og menningarfræðslu. En að hátíðinni komu margir aðilar auk sjálfboðaliða innan raða Sendiherra, Suðurmiðstöð lagði sitt að mörkum, að sjálfsögðu Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, Miðberg í Breiðholti, Hitt Húsið og fleiri sem hjálpuðu okkar í þessu frábæra verkefni.
Með því að vera í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var tekin meðvituð ákvörðun til að ná til íslenskra fjölskyldna til að vera með, auk þess sem margir komu með okkur í að gera fjölmenningu okkar allra.