Íslenskunámskeiðin hafa reynist vel
Íslenskuþjálfun stór hluti af inngildingu barna og fullorðinna í Breiðholti. Tilraunaverkefnið Frístundir í Breiðholti hefur að markmiði að fjölga þátttöku í íþróttum og frístundum, en einnig að auka félagslega þátttöku barna með erlendan bakgrunn með notkun á íslensku.
Eins og í fyrra hafa aðgerðir miðast að því að aðstoða börn sem ekki stunda íþróttir og frístundir til aukinnar þátttöku og að auka framboð til íþrótta og frístunda. En einnig að bjóða upp á að æfa sig í íslensku í leik og starfi. Við höfum hér í Breiðholti haft þetta eitt af okkar stóru verkefnum til að stuðla að betri aðlögun í samfélaginu og það höfum gert bæði fyrir börn og fullorðna. Með þessu hefur aðgengið og skilningur á starfinu aukist og árangur náðst.
Hér vil ég segja í stuttu máli frá tveimur verkefnum sem snúa að þjálfun barna, og fullorðina, með erlendan bakgrunn á íslensku þ.e. Íslenskuhorninu og íslenskuþjálfun í leik fyrir börn. Bæði námskeiðin miða að því að þjálfa sig í íslensku, með mismunandi áherslum. En þessi námskeið eru tilkomin af ósk íbúa með erlendan bakgrunn til að fá þjálfun í að nota íslensku, þ.e. ekki áhersla á málfræði.
Íslenskuhornið var starfandi í vetur
Íslenskuþjálfun fyrir börn höfum við boðið upp á tvisvar í viku fyrir börn 6 til 12 ára í Gerðubergi og hafa námskeiðin verið með þá áherslur að leika sér og æfa sig þar með íslensku á markvissan hátt. Hafa þrjú námskeið verið í vetur og hvert þeirra verið 10 til 15 vikur. Alls sóttu 49 börn þessi námskeið.
Íslenskuhornið er búið að vera starfandi í vetur eins og síðastliðin vetur og voru námskeiðin einu sinni í viku og í 15 vikur hvert. Hugmyndafræðin er sprottin af erlendri fyrirmynd English-Corner, þar sem fólk kemur saman til að ræða ákveðin þemu og æfir sig í að nota hugtök í samræðum og búa til setningar. Þemun geta verið vinir, fjölskylda, heimilið ofl. Mikill áhugi hefur skapast um þessi námskeið og yfir 60 þátttakendur hafa skráð sig í á þau tvö námskeið, þe um 130 í vetur. Allir sem hafa tekið þátt eru frá Venesúela.
Þeir leiðbeinendur sem að námskeiðunum koma eru áhugafólk um að hjálpa til við inngildingu fólks af erlendum uppruna og eru allir með kennaramenntun, auk þess að einhverjir hafa þjálfun í túlkun.
Eiga námskeiðin það sammerkt að óskir hafa komið frá hópum fólks af erlendum uppruna um slík námskeið fyrir börn og unglinga. Frístundir í Breiðholti, Suðurmiðstöð, mun halda þannig vinnu áfram og teljum við mikilvægt að Hlusta á Hverfið í gegnum fleiri verkefni af fjölbreyttum toga.
Jóhannes Guðlaugsson.
Frístundatengill hjá Frístundir í Breiðholti, Suðurmiðstöð.