Mannréttindi barna á þemadögum
Óhætt er að segja að krakkarnir í Mýrarhúsaskóla hafi staðið sig vel á þemadögum skólans sem lauk nýverið. Yfirskrift daganna var „Mannréttindi barna“.
Þemadögunum lauk með friðargöngu þar sem foreldrum og aðstandendum bauðst að koma og labba stuttan hring með börnunum og starfsfólki skólans í kyrrð og myrkri með vasaljós. Að göngu lokinni voru til sölu handgerð póstkort þar sem réttindum barna var gert hátt undir höfði. Allur ágóði af sölu kortanna rennur í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Súdan. Alls söfnuðust 211.500 krónur fyrir málstaðinn og þökkum við öllum þessum frábæru krökkum fyrir stuðninginn.