Áhersla á heilsueflingu á haustönninni

Þessar eru niðursokknar í saumaskap.

„Velkomin í félagsstarfið í Gerðubergi, Gerðuberg 3 til 5. Félagsstarfið er opið öllum 18 ára og eldri. Þarft ekkert að skrá þig bara mæta og við tökum vel á móti þér. Félagsstarfið í Gerðubergi er afar fjölbreytt starf, skiptist í listgreinar og handavinnu, en sérstök áhersla er lögð á heilsueflingu á haustönn og bjóðum við upp á sex mismunandi tegundir af hreyfingu svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Helga Benediktsdóttir verkefnastjóri félagsstarfsins í Gerðubergi.

Helga heldur áfram með sína leikfimi á sama tíma mánudaga og miðvikudaga klukkan 11:00 til 11:30 en verður hún í sumarfríi frá 10. september til 2. október. Leikfimi Maríu verður á sínum stað eins og undanfarin ár og verður á þriðjudögum og föstudögum frá 10:30 til 11:15.  

Það er Qigong tvisvar í viku og er nýjung í félagsstarfinu, Qigong er kínversk leikfimi sem stendur af hugleiðslu og hreyfingu og að skapa hið besta orku streymi.

Yoga byrjar aftur

Yoga byrjar aftur 10. septmber og verður tvisvar í viku þriðjudögum og fimmtudögum frá 11:00-12:00. Þetta er stóla yoga sem allir geta tekið þátt í. 

Ef þú ert mikil útivistarmanneskja og  langar að fara í gönguferðir í góðum félagsskap þá tekur gönguhópurinn vel á móti þér á þriðjudögum og föstudögum klukkan 10:00, göngurnar eru mislangar en allir byrja gönguna saman en sumir fara lengra en aðrir.

Vantar hressa einstaklinga í kórinn

Við erum einnig með línudanshóp einu sinni í viku á miðvikudögum klukkan 11:00 ef þér finnst gaman að dansa láttu þetta ekki framhjá þér fara. Kórinn byrjaði 2. september og vantar alltaf hressa einstaklinga til að koma í kórinn ef þú hefur áhuga á kórsöng endilega kíktu við á mánudögum og föstudögum klukkan 13:00. 

Einnig er mikið um handavinnu á komandi önn þar má nefna tréútskurð, glervinnustofu, perlusaum, myndlist, bútasaum og bókband. Prjónakaffið mun halda upp á fimmhundruðasta prjónakaffið í lok nóvember og verður haldið upp á það með pomp og prakt. 

Þar sem mikið er í boði þessa önn mælum við með því að fólk gefi sér tíma í að kíkja til okkar í kaffi og taka dagskránna með sér heim.

Í Gerðuberg eru allir velkomnir og vonum við að sjá sem flesta á komandi mánuðum. 

Þær eru að æfa sig í tónlist þessar myndar konur í félagsstarfinu í Gerðubergi.
Handavinna er alltaf vinsæl.
Línudansinn er alltaf vinsæll.

You may also like...