Undirbúningur síðasta fjölbýlishússins hafinn
Nú hillir undir lok uppbyggingar við Hrólfsskálamel en verið er að undirbúa byggingu síðasta fjölbýlishússins af þremur.
Byggingaraðili hússins og eigandi verkefnisins er fasteignafélagið Upphaf en umsjónaraðili verkefnisins er fasteignaþróunarfélagið Klasi og aðalhönnuðir eru ASK arkitektar. Í húsinu verða alls 34 íbúðir og fylgir hverri íbúð bílastæði í sameiginlegri bílageymslu sem þegar er risin. Hönnunin leggur ríka áherslu á fjölbreytileika í stærð íbúða, hagkvæmni og mikil gæðum sem m.a. endurspeglast í efnisvali, hönnun rýma og góðri lofthæð íbúðanna. Algengar stærðir á tveggja herbergja íbúðum að meðtöldum geymslum er um 70 fm., þriggja herbergja íbúða um 110 fm. og fjögurra herbergja íbúðum um 140 fm. Á tveimur efstu hæðum hússins verða íbúðirnar stærri og að hluta til með geymslum í kjallara með beinu aðgengi úr bílageymslu. Byggingaráformin voru nýlega samþykkt af bæjaryfirvöldum og er gert ráð fyrir að jarðvinna hefjist í næsta mánuði. Uppsteypa mun hefjast síðla vetrar og standa fram á næsta haust. Afhending íbúða er ráðgerð um mitt ár 2016.