Fjörutíu ára afmælishátíð lauk með grillveislu og leikjum

Olduselsskóli 2 1

Farið var í ýmsa leiki á afmælishátíðinni.

Gleðin skein úr hverju andliti, hvort sem um var að ræða nemendur eða starfsmenn á afmælishátíð Ölduselsskóla sem haldin var nýlega segir m.a. á heimasíðu skólans.

Þann dag var verið að ljúka 40 ára afmælishátíð sem staðið hefur yfir í heilt ár. Dagurinn hófst á sal þar sem, Helga Sigmundsdóttir kennari stjórnaði léttri upphitun áður en allir gengu um hverfið í góðu veðri. Að gönguferðinni lokinni var aðstöðu nýrrar skólalóðar notið. Hamborgara voru grillaðar og farið í ýmsa starfstengda leiki úti og inni.

You may also like...