Verður olíuhöfnin færð úr Örfirisey?

Olia 1 1

Þrjátíu olíutankar standa á einni flottustu lóð Reykjavíkurborgar nyrst í Örfirisey. Nú eru hafnar umræður um hvort vinna eigi að því að flytja olíuhöfnina og birgðastöðina og miða skipulagshugmyndir við að olíustarfsemin fari á komandi tímum.

Verður olíuhöfnin færð úr Örfirisey er spurning sem komin er fram varðandi skipulag höfuðborgarsvæðisins og svæðaskipulag í Reykjavík. Í aðalskipulagi Reykjavíkur kemur fram að hafa verði í huga hvort finna eigi höfninni annan framtíðarstaða við heildarendurskoðun svæðaskipulags höfuðborgarsvæðisins.

Með því að tengja þetta mál aðalskipulagi er það gert að samstarfsverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þau hafa engar athugasemdir gert við það. Svæðaskipulagið hefur nú verið afgreitt án þess að Reykjavíkurborg hafi leitað eftir samstarfi við önnur sveitarfélög hvað þetta varðar. Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi segir það vera yfirsjón að hafa ekki gert það og hana verði að leiðrétta. Hann hefur ásamt öðrum borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins lagt fram tillögu í borgarráði að tönkunum verði fundinn annar staður. Júlíus Vífill gagnrýnir deiliskipulagið fyrir Örfirisey sem hann segir hvorki vera fugl né fisk. Frjóar tillögur skorti til þess að auka áhuga á svæðinu og tengja það við miðborg Reykjavíkur. Á meðan olíubirgðastöðin er staðsett í Örfirisey þá skapar hún mikla umferð stórra og þungra olíubíla um gatnakerfi borgarinnar og þá einkum Vesturbæjarins. Umferð sem kallar eftir meiri umferðarmannvirkjum, skapar hættu í umferðinni og veldur mengun.

You may also like...