Nemendur FB í nýsköpun hlutu verðlaun

FB Nyskopun 1

Á myndinni má sjá rafvirkjanemana Birki Örn Sigurðsson, Tómasi Lipka Þórmóðsson, Daníel Orrason, Viðar Már Ólafsson og Ísak Freyr Ólafsson taka við verðlaununum.

WATT – fyrirtæki rafvirkjanema í FB hlaut verðlaunin Mesta nýsköpunin í fyrirtækjakeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi þann 27. apríl sl.

Watt framleiðir glasahaldara fyrir bíla sem bæði hitar og kælir. Unnu þeir að frumgerðinni Fab lab Eddufelli. Það voru 60 fyrirtæki úr átta framhaldsskólum sem tóku þátt í keppninni að þessu sinn og 15 sem komust í úrslit.

You may also like...