Breyting á bílastæðum við Hagkaup

Á meðfylgjandi myndum má sjá lýsingu og loftmynd af því hvernig bílastæðin á Eiðistorgi koma til með að verða eftir breytingar.

Útfærsla að breytingum á bílastæðum næst Hagkaup liggur nú fyrir. Verkið var unnið í tengslum við nýjan göngustíg og bætt öryggi vegfarenda um Eiðistorg. 

Þessi útfærsla er unnin af umferðaröryggisfræðingi VSÓ í nánu samráði við stjórnendur Haga (lóðarhafa) og forsvarsmanna Seltjarnarnesbæjar er hafa með málið að gera. Breytingarnar verða framkvæmdar við fyrsta tækifæri og vill Seltjarnarnesbær þakka Högum fyrir jákvæð viðbrögð og gott samstarf vegna þessa.

You may also like...