Íbúar ósáttir við skipulagshugmyndir á BYKO reit

ananaust-2-1

Húsfélögin við Sólvallagötu 80, 82 og 84 hafa óskað eftir kynningarfundi vegna skipulags á svokölluðum BYKO reit við Hringbraut. Á lóð þar sem bílaverkstæði og þjónustumiðstöð Bifreiðastöðvar Steindórs var til margra ára en verslunin Víðir er til húsa í dag.

Lengi hefur verið hugað að enduruppbyggingu á þessum stað en ekki verið aðhafst fyrr en nú að hugmynd sem Plús-arkitektar hafa unnið um skipulag reitsins lýtur dagsins ljós. Íbúarnir í nágrenni í framangreindum húsum við Sólvallagötu eru vægast sagt ósáttir við þær hugmyndir sem nú eru komnar fram og telja að gera eigi reitinn að hverfiskjarna í stað þess að þar verði íbúðabyggð.

Í bréfi sem sent hefur verið Reykjavíkurborg og óskað eftir kynningarfundi kemur fram að ljóst sé að farið sé í öllum meginatriðum frá núgildandi skipulagi í tillögu Plús-arkítekta. Í bréfinu segir að á afstöðumynd af hinum nýju skipulagshugmyndum sýni meðal annars að byggja á inngöngu í hótel og veitingastað inn á gangstéttar Sólvallagötu. Svo langt sé gegnið í afstöðumyndinni að fólksflutningabifreið sem lagt hafi verið við Sólvallagötu sé teiknuð á myndina. Í bréfinu er einnig bent á að breytingartillagan taki ekki aðeins til byggingarreitsins heldur sé lögð til breyting á gatnakerfi. Að hringtorg verði tekið burt og í staðinn komi þriggja til fjögurra akreina akbraut með umferðarljósum inn á Ánanaustin.

Segja BYKO reitinn gróið íbúðasvæði

Íbúarnir benda á að Sólvallagatan tilheyrir svæði sem sé gróið íbúðarhverfi og að mestu fullbyggt fyrir 1950. Þar sé heilsteypt byggð sem að hluta njóti verndar vegna byggðamynsturs. Bent er á að íbúar húsfélaganna Sólvallagötu 80, 82 og 84 hafi keypt eignir sínar í góðri trú um að uppbygging íbúðahverfis yrði á BYKO reitnum. Nú liggi hins vegar fyrir tillaga Plús-arkitekta að breyttu skipulagi reitsins með m.a. uppbyggingu á hóteli, veitingahúsi sem og verslun og þjónustu ýmiskonar.

ananaust-1-1

JL, Grandinn, Melabúðin og Eiðistorg

Einnig benda íbúarnir á að JL húsið og Grandinn séu hverfiskjarnar íbúðarbyggðar gamla Vesturbæjarins. Þar séu þrjár matvöruverslanir. Melabúðin og Eiðistorg séu einnig skammt undan. Því sé með öllu óskiljanlegt að borgaryfirvöld telji æskilegt að matvöruverslun með tilheyrandi umferðarþunga þurfi að vera á BYKO reitnum.

ananaust-3-1

You may also like...