Borgarstjóri heimsótti frístundamiðstöðina Tjörnina

tjornin-1-1

Borgarstjóri í heimsókn í Frostheimum

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heimsótti frístundamiðstöðina Tjörnina í Vesturbæjarviku sinni og kynnti sér starfsemina. Skrifstofa borgarstjóra var með aðsetur í Tjörninni, Frostaskjóli í tvo daga og borgarstjóri hélt þar sína fundi. Borgarstjóri heimsótti einnig frístundaheimilið Frostheima og heilsaði þar upp á börnin. Þá fundaði hann með ungmennaráði Vesturbæjar og mætti á Skrekk.

Þetta er í sjöunda sinn sem borgarstjóri færir sig um set innan borgarinnar en hann var í Árbæjarhverfi í mars, í Breiðholti í apríl, í Hlíðum og Norðurmýri í september og í Laugardal í nóvember á síðasta ári. Í janúar sl. var hann í HáaleitiBústöðum og í apríl í Grafarvogi. Fundur borgarstjórnar var haldinn í Hagaskóla þriðjudaginn 16. nóvember og fimmtudaginn 17. nóvember var fundur borgarráðs haldinn í Sjóminjasafni Reykjavíkur. Þá var haldinn opinn hverfafundur með íbúum í hverfinu í Hagaskóla fimmtudaginn 17. nóvember þar sem rætt var um flest sem tengist hverfinu og framkvæmdir, þjónusta og hverfisskipulag var kynnt.

You may also like...