Samstarf um stækkun fimleikahússins á Seltjarnarnesi
Hugmynd er um að Seltjarnarnesbær og Reykjavíkurborg standi saman að stækkun íþróttaaðstöðu Gróttu á Seltjarnarnesi. Gert er ráð fyrir að reisa viðbyggingu við núverandi íþróttaaðstöðu og nýja byggingin verði nýtt til iðkunar fimleika.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur heimsótti fimleikadeild Gróttu, leit við á æfingu og sagði frá hugmyndinni um fyrirhugað samstarf en Dagur flutti starfsaðstöðu sína úr ráðhúsi Reykjavíkurborgar í Vesturbæinn í nokkra daga og kom þá við á Seltjarnarnesi. Upphaf þessara hugmynda má rekja til viðræðna sveitarfélaganna 2010 þótt ekki yrði af samstarfi á þeim tíma. Reykvíkingar starfa mikið með Gróttu á sviði fimleika og mun allt að 80% iðkenda í Gróttu vera búsetta í Reykjavík. Málið er enn á frumstigi og eftir er að ákveða hvernig kostnaði við nýbygginguna verður skipt á milli sveitarfélaganna og einnig endanlega stærð hennar. Miðað er við að þessu verkefni verið lokið innan þriggja ára.