Vesturbæingar völdu 11 verkefni

Grásleppuskúrarnir við Ægisíðu sem hafa verið verið í niðurníðslu árum saman fengu athygli í verkefnakosningunni.
Vesturbæingar völdu 11 verkefni í kosningum um úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í hverfum Reykjavíkurborgar.
Verkefnin sem íbúar þessa borgarhluta lögðu til er að leggja göngu- og hjólastíg aftan við Olís Ánanaust, bæta og fegra skúrana við Ægisíðu, bæta lýsingu á stíg milli Hofsvallagötu og Kaplaskjólsvegar, leggja nýja gangstétt og hjólavísa á Birkimel, koma fyrr ljóðum sem birtast í rigningu, bæta sparkvelli á Ægisíðu og við Sörlaskjóli, koma fyrir sleðabrekku á Lynghagaróló, setja gangbrautarljós yfir Ánanaust, koma upp ungbarnarólum með foreldrasætum, setja upp drykkjarfont á Eiðisgranda og lengja gangstétt milli Álagranda og Flyðrugranda.