Íbúðir, hótel, veitingastaðir og verslanir á Héðinsreit
Hugmyndir eru um íbúðir, hótel og lifandi jarðhæðir með verslunum og veitingastöðum á Héðinsreit vestast í Vesturbænum. Aðeins er þó um hugmyndaþróun að ræða og er ekki búið að leggja fram skipulagstillögu.
Það er Hollenska arkitekta-stofan Ivantspijker hefur unnið þessar hugmyndir um Héðnsreitinn og voru þær sýndar á opnum fundi Reykjavíkurborgar á dögunum þar sem farið var yfir uppbyggingu innviða og atvinnuhúsnæðis í borginni. Héðinsreitur skiptist í tvo hluta, Seljaveg 2 og Vesturgötu 64. Reiturinn er í eigu tveggja aðila og hollenska arkitektastofan vinnur fyrir þá sem eiga auðu lóðina sem snýr í átt að Granda, þ.e. Vesturgötu 64. Annar hópur vinnur að þróun Seljavegs 2 þar sem Loftkastalinn var eitt sinn.