Fáar byggingalóðir að finna í Breiðholti

Blómaskreyting við Suðurhóla.

Engar byggingalóðir er að finna í Breiðholti af þeim 1.435 lóðum sem byggingaréttur var veittur á yfirstandandi ári. Samkvæmt aðalskipulaginu er þó gert ráð fyrir nokkurri fjölgun íbúða í borgarhlutanum.

Þar á meðal er gert ráð fyrir lágreistri íbúðarbyggð með allt að 50 íbúðum á opnu svæði austan við Suðurfell og nokkurri þéttingu byggðar í Mjódd, í suður Mjódd og á efri hæðum verslunar- og þjónustuhúsa við Fellagarða og Blöndubakka. Þá er gert ráð fyrir íbúðum við Suðurhóla og Hólaberg. Út frá því má áætla að byggja megi um 500 nýjar íbúðir og um 45.000 fermetra atvinnuhúsnæðis á skipulagstímabilinu. Í hverfisskipulagi verða þéttingarmöguleikar kannaðir frekar en í aðalskipulaginu er aðeins sett bindandi stefnu fyrir reiti sem gera ráð fyrir fleiri en 50 almennum íbúðum eða sambærilegri uppbyggingu. Einu byggingaframkvæmdirnar í Breiðholti eru á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík og fjallað er um á öðrum stað hér í blaðinu.

You may also like...