Breytt gönguleið við íþróttamiðstöðina

– breytingin varir meðan á framkvæmdum stendur.

Brátt hefjast framkvæmdir við stækkun íþróttamiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar og er það Byggingafyrirtækið Munck Íslandi ehf. sem er framkvæmdaaðili. Á meðan að á framkvæmdatímanum stendur þarf að loka hefðbundinni gönguleið barnanna frá Mýrarhúsaskóla og að íþróttamiðstöðinni. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja öryggi barnanna og annarra gangandi vegfarenda. Ný gönguleið nemenda skólans verður því afmörkuð um göngustíg sem liggur um lóðirnar Hrólfsskálamel 2 til 8 og 10 til 18.

Á myndinni sést nýja gönguleiðin merkt með gulu. Núverandi inngangi inn í íþróttamiðstöðina verður lokað og nýr inngangur verður í gegnum sundlaugina (sjá hring), meðan á framkvæmdum stendur. Um leið og húseigendur og vegfarendur eru beðnir forláts vegna þeirrar truflunar sem framkvæmdirnar og notkun vinnuvéla mun hafa í för með sér eru þeir vinsamlegast beðnir um að taka sérstakt tillit til aðstæðna. Eigendum bifreiða er bent á að nýta sér bílastæði við leikskóla, Valhúsaskóla og heilsugæslu sem og taka tillit til gangandi umferðar.

You may also like...