Starfsmenn bæjarins kíktu í kaffi á bókasafnið

Öðru hverju er sá hátturinn hafður á að mismunandi stofnanir bæjarins bjóða öllum starfsmönnum að kíkja í kaffi til sín.

Markmiðið er að gefa fólki tækifæri á að hittast og efla tengslin þar sem að starfsemi bæjarins er staðsett á mismunandi stöðum í bænum. Nú í janúar var það bókasafnið sem bauð heim og var það flottur hópur starfsmanna sem sá sér fært að kíkja í kaffi og spjalla. Fastagestum safnsins var auðvitað boðið líka upp á hjónabandssælu og kleinur með kaffinu.

You may also like...