Sýning um Spænsku veikina 1918 á Bókasafni Seltjarnarness
Nú árið 2018 heldur íslenska þjóðin upp á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Bókasafn Seltjarnarnes mun af þessu tilefni gera sér far um að minnast sögunnar og ýmissa atburða sem áttu sér stað árið 1918.
Fyrsta sýningin í tengslum við aldarafmælið er um Spænsku veikina sem herjaði svo heiftarlega á landsmenn. Á bókasafninu verið stillt fram bókum og lesefni um drepsóttina illvígu sem og umfjöllun um þá rithöfunda sem urðu henni að bráð. Mjög áhugaverð sýning sem Seltirningar eru eindregið hvattir til að skoða en hægt er að glugga í margskonar bækur og fréttaefni.