Verður næsta Breiðholt á Keldum
Verður næsta Breiðholt á Keldum. Þetta er spurning sem hefur litið dagsins ljós eftir undirritun nýgerðra kjarasamninga. Í tillögum ríkisstjórnarinnar samhliða samningunum er gert ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg komist að samkomulagi um að hefja skipulagningu Keldnalands, m.a. með þeim markmiðum um félagslega blöndun íbúa verði að ræða og í framhaldinu verði samið um eignarhald og framkvæmdir.
Keldur eru í eigu ríkisins og þar hefur Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði starfað um áratugi. Um er að ræða 120 hektara land í kringum Keldur auk skika austan Vesturlandsvegar en alls eru þetta um 150 hektarar. Um liðin aldamót voru uppi hugmyndir um að skipuleggja land Keldna sem atvinnusvæði fyrir þekkingariðnað. Viðræður fór fram á milli ríkis og Reykjavíkurborgar en þær leiddu ekki til niðurstöðu. Nú er þróun Keldnalands undir íbúðabyggð á meðal þeirra aðgerða sem stefna á að til þess að greiða úr húsnæðisvanda fólks á höfuðborgarsvæðinu.