Nýtt deiliskipulag vegna viðbyggingar við Gamla Garð

Hugmynd Andrúms arkitekta að nýju byggingasvæði við Gamla Garð.

Ný tillaga um viðbyggingu Gamla Garðs við Hringbraut hefur verið lögð fram og borgarráð Reykjavíkur hefur ákveðið að auglýsa nýtt deiliskipulag vegna viðbyggingar. Tillagan er uppfærð útgáfa af tillögu Andrúms arkitekta sem varð í öðru sæti í hönnunarsamkeppni um byggingu stúdentagarða á lóðinni milli Sæmundargötu og Hringbrautar við Gamla Garð.

Úrslit hönnunarsamkeppni Félagsstofnunar stúdenta um stúdentabygginguna við Gamla Garð voru kynnt á vordögum ársins 2017. Ydda arkitektar og Dagný Land Design urðu hlutskarpastar í keppninni. En tillagan mætti harðri gagnrýni og þótti skyggja um of á gömlu bygginguna. Á fundi Háskólaráðs haustið 2017 var ákveðið að staldra við og fara vandlega yfir málið að nýju. Meðal þeirra sem gagnrýndu tillöguna voru Minjastofnun, Húsafriðunarnefnd og Háskólaráð.

Gamli Garður var byggður á þriðja áratug síðustu aldar. Þar hafa verið stúdentagarðar mest alla tíð og með viðbyggingunni er hugmyndin að bæta við 70 nýjum stúdentaherbergjum ásamt sameiginlegum eldhúsum, samkomurýmum og geymslum.

You may also like...