Endurskoðun á Bygggarðasvæðinu samþykkt
Tölvugerð mynd ASK arkitekta af fyrirhuguðu byggingasvæði við Bygggarða á Seltjarnarnesi. Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur nú veitt samþykki fyrir byggingaframkvæmdum.
Þetta mál á sér langan aðdraganda og hefur verið til umræðu nánast það sem af er þessari öld. Málið stöðvaðist um árabil eftir bankahrunið 2008 en síðar var rykið dustað af því að nýju. Bygggarðamálið hefur verið nokkuð umdeilt á Seltjarnarnesi þar sem sitt hefur hverjum sýnst um fjölda bygginga, bílastæða og þó einkum hæð þeirra. Eins og sjá má á myndinni fellur hin fyrirhugað byggð vel að nánasta umhverfi. Skammt frá má sjá hið nýja hjúkrunarheimili en þar að baki er Nesstofa og einnig hið óráðstafaða hús sem reist var fyrir lækningaminjasafn. Á hina höndina er býlið Ráðgerði, Snoppa eða síðan Grótta.