Fyrstu íbúðirnar afhentar næsta haust

Eins og sjá má er fyrsti áfangi Gróttubyggðar kominn upp úr jörðinni. Myndin var tekin að kvöldi til og sést upplýst húsið vel í rökkrinu.  

Framkvæmdir við byggingu íbúða við Bygggarða í Gróttubyggð hófust í lok árs 2022. Í fyrsta áfanga verkefnisins eru 63 íbúðir í fimm húsum auk bílakjallara. Stefnt er að því að afhenda fyrstu íbúðir haustið 2024.

Mikið er lagt í hönnun, innivist, efnisval og frágang í þessum húsum. Unnið er eftir kröfum Svansins og stefnt er á að fá Svansvottun á allar íbúðir við lok framkvæmda. Umhverfisstofnun hefur eftirlit og umsjón með Svansvottunum. Vefur með nánari upplýsingum um íbúðirnar kemur í loftið á fyrstu mánuðum 2024. Hægt er að kynna sér hvað felst í Svansvottun íbúða á heimasíðu JÁVERK www.javerk.is sem og hjá Umhverfisstofnun.

You may also like...