Magnús áfram forseti og formaður

Magnús Örn Guðmundsson var endurkjörinn forseti bæjarstjórnar Seltjarnarnessbæjar með 4 atkvæðum en 2 sátu hjá. Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar var kjörinn Sigrún Edda Jónsdóttir með 4 atkvæðum en 2 sátu hjá. Annar varaforseti bæjarstjórnar var kjörinn Bjarni Torfi Álfþórsson með 4 atkvæðum en 2 sátu hjá.

Bæjarráð verður einnig óbreytt. Þar eru Magnús Örn Guðmundsson formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir og Guðmundur Ari Sigurjónsson. Varamenn eru Bjarni Torfi Álfþórsson, Ásgerður Halldórsdóttir og Sigurþóra Bergsdóttir fulltrúi N-lista verður áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Í fulltrúaráð SSH sem er Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu voru Magnús Örn Guðmundsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Sigurþóra Bergsdóttir kosin aðal- og varamenn.