FB útskrifaði 144 nemendur

Þessar 17 myndarlegu konur útskrifuðust af sjúkraliðabraut Fjölbrautaskólanns í Breiðholti að þessu sinni. Eins og sjá má af höfuðfötum þeirra á myndinni útskrifuðust sumar þeirra bæði af sjúkraliðabraut og með stúdentspróf. Einnig má sjá að þær eru af ýmsum þjóðernum og sýna því ágætan þverskurð af því fjölmenningarmannlífi sem hefur þróast í Breiðholti. Þær eru einnig á ýmum góðum aldri sem sýnir að aldrei er of seint að skella sér í nám.

Alls útskrifuðust 144 nemendur frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti með samtals 154 lokapróf á þessu vori. 10 útskrifuðust með tvö próf. Alls voru það 67 sem útskrifuðust með stúdentspróf, 25 húsasmiðir, 26 rafvirkjar, 17 sjúkraliðar, 10 útskrifuðust af snyrtibraut og 9 af starfsbraut.

Þorgeir Ólafsson var dúx skólans en hann lauk bæði stúdentsprófi og prófi í rafvirkjun og hlaut bæði Menntaverðlaun Háskóla Íslands og verðlaun fyrir bestan árangur á rafvirkjabraut og stúdentsprófi. Birta María Pétursdóttir útskrifaðist bæði sem stúdent og sjúkraliði og fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur frá Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella. Þá hlaut Sóli Gunnars viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Breiðholts fyrir félagsstörf. Melkorka Rós Hjartardóttir söng við athöfnina við píanóleik Fannars Pálssonar en þau luku bæði stúdentsprófi af opinni braut og fengu auk þess verðlaun fyrir góðan árangur í tónlist.

Þorgeir Ólafsson lauk námi af rafvirkjabraut og einnig námi til stúdentsprófs á þremur árum. Hann var auk þess dúx skólans að þessu sinni. Hér er hann með útskriftarverðlaun og húfurnar. Rauða húfan er tákn rafvirkjabrautarinnar og sú hvíta stúdentsprófsins.
Birta María Pétursdóttir útskrifaðist bæði sem stúdent og sjúkraliði og fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur frá Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella. 
Sóli Gunnars hlaut viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Breiðholts fyrir félagsstörf. 

You may also like...