Verður gist í Naustinu?

Húsin við Vesturgötu 6 til 10 þar sem veitingastaðurinn Naustið var til húsa. Naustið var árum saman einn af fáum veitingastöðum í Reykjavík þar sem Símon Sigurjónsson barþjónn skenkti í glös. Frá því það hætti rekstri hefur lítið starfsemi verið í Húsinu. Nú hefur Karl Steingrímsson áhuga á að nýta hluta þess til gistinga.

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur hefur samþykkt að auglýst verði breyting á deiliskipulagi Naustareits vegna lóðarinnar nr. 6 til 10A við Vesturgötu. Í breytingunni felst að heimilt er að koma fyrir svölum á austurenda Vesturgötu 6 til 8 og endurbyggja svalir með tröppum á Vesturgötu 10. 

Fyrir liggja uppdrættir THG Arkitekta ehf. að þessum breytingum. Jafnframt verður gististarfsemi heimiluð á 2. hæð Vesturgötu 6 til 8. Málinu var jafnframt vísað áfram til borgarráðs.Vesturgata 6 til 8 er sögufrægt hús. Þar var lengst af starfrækt veitingahúsið Naust. Engin starfsemi hefur verið í húsinu nokkur undanfarin ár. Eigandi þess er Kirkjhvoll sf., félag Karls Steingrímssonar, sem jafnan er kenndur við Pelsinn.

You may also like...