Vilja byggja verslunar- og íbúðarhúsnæði við Laugaveg 73

Kvika banki hefur sótt um að byggja fimm hæða verslunar- og íbúðarhúsnæði við Laugaveg 73. Byggingafulltrúa barst nýlega ósk frá Fiskistíg ehf. sem er í eigu Kviku banka um leyfi til þess að reisa húsnæði á lóðinni.
Í umsókn um leyfið kemur fram að um fimm hæða steinsteypt húsnæði sé að ræða auk kjallara fyrir bílageymslu. Á fyrstu hæð er gert ráð fyrir verslunum og þjónustu og tíu íbúðir á annarri til fimmtu hæð hússins. Í bókun byggingafulltrúa er vísað til athugasemda og afgreiðslu frestað.