Allt að 720 íbúðir á Garðheimareitnum
Hagar vilja byggja allt að 720 íbúðir á Garðheimareitnum við Stekkjarbakka og 3.500 fermetra atvinnuhúsnæði fyrir verslanir og þjónustu. Þar yrði gert ráð fyrir Bónus verslun og bensínsölu á vegum Olís.
Finnur Árnason, forstjóri Haga, gerði grein fyrir þessum tillögum félagsins ásamt öðrum á kynningarfundi fyrir markaðsaðila og hluthafa félagsins. Þar kom fram að stærsta fyrirhugaða verkefnið væri við Stekkjarbakka. Þar væri gert ráð fyrir allt að 720 íbúðum og 3.500 fermetrum undir verslun og þjónustu. Þar yrði þá annars vegar Bónusverslun og hins vegar orkusala á vegum Olís. Áður var gert ráð fyrir 400 til 500 íbúðum á þessu svæði.