Tvö hraðaskilti á Nesveginum

Hraðaskilti við Nesveg gegnt Eiðistorgi.

Tvö hraðaskilti hafa verið sett upp á Nesveginum til að ökumenn geti betur fylgst með ökuhraða sínum og virt hámarkshraðann. Þetta er gert í öryggisskyni.

Skiltin vísa í gagnstæða átt og hafa verið sett upp þar sem gangandi og hjólandi umferð vegfarenda er mikil. Við biðlum til ökumanna að kalla græna broskarlinn alltaf fram á hraðaskiltunum.

You may also like...