Unnið að nýrri útfærslu gatnamóta
Gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar eru enn komin á dagskrá. Málið hefur lengi verið umdeilt. Vegagerðin hefur talið nauðsyn á mislægum gatnamótum líkt og við Stekkjarbakka og Breiðholtsbraut og íbúasamtökin Betra Breiðholt ályktuðu í svipaða veru á sínum tíma. Einnig hefur verið talið að svo viðamiklar framkvæmdir gætu spillt Elliðaánum.
Nú er verkefnahópur á vegum Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar að vinna greiningar og útfærslu á umræddum gatnamótum. Samkvæmt samgöngusáttmála ríkis og Reykjavíkurborgar á ný hin nýja Borgarlína aka frá Mjódd að Vogabyggð. Því þarf að finna línu sem verður ótrufluð af vinstri beygjum.
Forsaga málsins er að undirbúningur að gerð mislægra gatnamóta var vel á veg komin á árinu 2006. Embætti borgarverkfræðings og Vegagerðina unnu að þeim undirbúningi. Tvær megintillögur voru lagðar fyrir borgarráð. Önnur gerði ráð fyrir undirgöngum undir Reykjanesbraut en hin brú yfir brautina. Tillagan um undirgöng gerði ráð fyrir örlitlum breytingum á vestari farvegi Elliðaánna en hin engum breytingum á ánum. Borgarráð hafnaði báðum þessum tillögum en óskaði eftir lagfæringu án þess að fara yrði yfir eða undir Reykjanesbrautina.
Við undirbúning aðalskipulags Reykjavíkur 2010 til 2030 komu fram tillögur um að hætt yrði við mislæg gatnamót á þessum stað. Vegagerðin mótmælti með tilvísun þágildandi í svæðisskipulag þeim hugmyndum, sem varð til þess að möguleikanum er haldið opnum og vísað til endurskoðunar svæðisskipulags.
Ekkert hefur orðið af neinum lagfæringu annað en vinstri beygjur voru bannaðar á miklum álagstímum í umferðinni. Vegagerðin telur núverandi gatnamót skapa vanda. Miklar tafir verði á umferð á álagstímum og slysahætta sé umtalsverð. Óljóst er með hvað hætti umferðarflæði og auki öryggi verður tryggt á þessum gatnamótum en tillagna vinnuhópsins er beðið.