Ráðagerði selt

Bæjarráð hefur ákveðið að selja Ráðagerði. Tilboð í húseignina var lagt fram á fundi ráðsins nýlega. Bæjarráð tók jákvætt í hugmyndir kaupanda og bæjarstjóra var falið að vinna áfram með málið. Bæjarstjórn hefur samþykkt afgreiðslu bæjarráðs samhljóða.
Bæjarstjórn Seltjarnarness ákvað að nýta forkaupsrétt sinn 2018 við kaup á hinu sögufræga húsi Ráðagerði sem byggt var á árunum 1880 til 1885 og hefur verið í einkaeign í mörg ár. Ráðagerði er vestasta hús bæjarins, einstaklega fallegt og reisulegt tvílyft timburhús sem stendur á einum fallegasta stað Seltjarnarness.