Davíð Helgason keypti dýrasta einbýlishús landsins
Davíð Helgason, bróðir Egils Helgasonar fjölmiðlamanns hefur keypt húsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi. Davíð er einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity og hefur starfað mikið erlendis á þess vegum á undanförnum árum.
Húsið var áður í eigu Skúla Mogensen stofnanda og forstjóra WOW air en var upphaflega byggt af Eiríki Sigurðssyni kaupmanni sem kenndur er við verslanirnar 10 – 11. Húsið komst í eigu Arionbanki eftir fall WOW air en Skúli hafði veðsett það vegna fjármögnunar WOW þegar félagið réri lífróður. Kaupverð hússins mun á sjötta hundrað milljónir króna. Húsið er um 600 fermetrar og er hannað af Steve Christer og Margréti Harðardóttur hjá Studio Granda og er fasteignamat þess 261 milljón króna.