Um 300 íbúðir byggðar í fyrsta áfanga Skerjó

Þannig sjá byggingahönnuðir nýja byggð í Skerjafirði fyrir sér.

Úthlutunaráætlun fyrir fyrsta áfanga nýrrar byggðar í Skerjafirði hefur verið samþykkt og verða byggðar um 300 íbúðir á vegum húsnæðisfélaga í fyrsta áfanga.

Svæðið sem um ræðir liggur að núverandi byggð í Skerjafirði og afmarkast af götunni Skeljanesi til vesturs og af öryggissvæði flugbrauta til norðurs og austurs. Í rammaskipulagi svæðisins var lögð áhersla á vistvæna byggð sem tekur tillit til náttúru og nærliggjandi byggðar. Á reitum 1 til 15 er gert ráð fyrir um 750 íbúðum, eða frá 16 til 88 íbúðum á reit. Íbúðagerðir eru fjölbreyttar; allt frá raðhúsum í nokkuð stór fjölbýlishús. Á þessum hluta er gert ráð fyrir einu bílageymsluhúsi í miðju hverfisins, þar sem einnig er gert ráð fyrir staðsetningu matvöruverslunar á jarðhæð ásamt annarri smásöluverslun og torgi.

You may also like...