Átján rafvirkjar og sextán húsasmiðir útskrifuðust úr FB

– dúxinn Selma Lind Davíðsdóttir var með 9.48 í einkunn –

Selma Lind Davíðsdóttir, stúdent af tölvubraut sópaði að sér flestum viðurkenningum. Hún fékk viðurkenningu fyrir besta árangur á stúdentsprófi með einkunnina 9.48.

Útskrift FB fór fram við hátíðlega athöfn í skólanum 18. desember. Af þeim 121 sem útskrifuðust frá skólanum voru 8 nemendur með tvö lokapróf. Þá útskrifuðust 66 nemendur með stúdentspróf, 16 húsasmiðir, 18 rafvirkjar, 13 sjúkraliðar og 9 útskrifuðust af snyrtibraut. Nemendur mættu til útskriftarinnar eftir brautum og var útskriftinni streymt svo vinir og vandamenn gætu tekið þátt í athöfninni heima. 

Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari stýrði athöfninni ásamt fag- og sviðsstjórum. Fluttar voru rafrænar kveðjur frá fulltrúum brauta og tónlist leikin. Viðurkenningar voru veittar fyrir ágætan námsárangur og sópaði Selma Lind Davíðsdóttir, stúdent af tölvubraut að sér flestum. Hún fékk viðurkenningu fyrir besta árangur á stúdentsprófi með einkunnina 9.48. Þá hlaut Selma Lind einnig viðurkenningu frá Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella sem og verðlaun fyrir ágætis árangur í raungreinum, stærðfræði og tölvugreinum. Þá veitti Styrktarsjóður Kristínar Arnalds Selmu Lind viðurkenningu fyrir bestan árangur í íslensku. Þá hlaut Hlynur Gíslason viðurkenningu fyrir  bestan árangur á rafvirkjabraut, dönsku og spænsku en Hlynur útskrifaðist bæði af rafvirkjabraut og sem stúdent. Þá veitti Rótaryklúbbur Breiðholts Lindu Björg Björnsdóttur, nýstúdent af félagsfræðibraut viðurkenningu fyrir störf að félagsmálum.

Haraldur Guðjónsson ljósmyndari tók myndirnar.

Linda Björg Björnsdóttur, ný-stúdent af félagsfræðibraut hlaut viðurkenningu Rotarý fyrir störf að félagsmálum.
Hlynur Gíslason viðurkenningu fyrir bestan árangur á rafvirkjabraut, dönsku og spænsku en Hlynur útskrifaðist bæði af rafvirkjabraut og sem stúdent.

You may also like...