FB útskrifaði 136 nemendur

Útskriftarhópur FB vorið 2018. Myndin er tekin í Hörpu þar sem útskriftin fór fram. Myndir frá útskriftinni: Jóhannes Long.

Alls voru 136 nemendur útskrifaðir frá Fjölbrautaskólanum í  Breiðholti við hátíðlega athöfn í Hörpu þann 25. maí. Af þeim voru 74 með stúdentspróf, þá útskrifuðust meðal annars 22 rafvirkjar, 20 húsasmiðir, 10 snyrtifræðingar og 9 sjúkraliðar, 10 af fata og textílbraut og 5 af starfsbraut. 

Þau Elías Hlynur Lárusson af íþróttabraut og Sif Þrastardóttir af fata- og textílbraut fluttu ræður útskriftarnema. Þá söng Karl Friðrik Hjaltason nýstúdent tvö lög og Samúel Stefánsson nýstúdent lék á flygilinn verk eftir Grieg. Vignir Már Másson stúdent af félagsfræðibraut var dúx skólans með 9,03. Hann sópaði að sér flestum verðlaunum en auk viðurkenningar fyrir bestan árangur á stúdensprófi hlaut hann verðlaun fyrir bestan árangur í ensku, félagsgreinum, íslensku, sagnfræði. Þá hlaut hann einnig styrk úr styrktarsjóði Kristínar Arnalds og menntaverðlaun Háskóla Íslands.

Vignir Már Másson dúx á vorönninni ásamt Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur skólameistara.

Steinunn Snædís Vilhjálmsdóttir, náttúrufræðibraut hlaut viðurkenningu frá Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella.

Daníel Orrason hlaut viðurkenningu fyrir félagsstörf frá Rótarýklúbbi Breiðholts.

You may also like...