Jáverk mun byggja í Bygggörðum
Gróttubyggð er nýtt hverfi sem mun rísa vestast á Seltjarnarnesi. Mikill áhugi var meðal verktaka sem og fjárfesta að koma að uppbyggingu á svæðinu.
Verktakafyrirtækið Jáverk var þar hlutskarpast og stefnt er að uppbyggingu, á svæði A, á næstu mánuðum. Í þeim áfanga verða byggðar um 130 húsnæðiseiningar, íbúðir jafnt sem einbýlishús, af öllum stærðum og gerðum.
Hönnun hverfisins er nú í vinnslu, en í þeirri vinnu verður leitast við að tengja byggingarnar og nærumhverfi þeirra náttúru svæðisins en staðsetningin er einstök og er óhætt að fullyrða að margir Seltirningar bíði spenntir eftir lokaútkomunni og að húsnæðiseiningarnar fari í sölu.
Jáverk er öflugur verktaki með gott orðspor. Félagið er með mikla reynslu en það starfar bæði á útboðsmarkaði og í eigin verkum. Starfsmenn félagsins eru 110 en fyrirtækið hefur einnig byggt upp öflug sambönd við fjölda undirverktaka og birgja.
Hægt er að fylgjast með framgangi verkefnisins á heimasíðunni www.grottubyggd.is og jafnframt er hægt að skrá sig þar á póstlista.