Stöðubrotagjöld á Seltjarnarnesi
Bílastæðasjóður Seltjarnarnesbæjar hefur tekið til starfa. Verkefni sjóðsins er að sjá til þess að allir íbúar Seltjarnarnesbæjar komist leiðar sinnar á sem öruggastan og besta máta, sama hver ferðamátinn er hverju sinni og án truflunar frá ökutækjum sem lagt er ólöglega. Stöðuverðir sjá um eftirlit og að leggja á stöðubrotsgjöld.
Hlutverk Bílastæðasjóðs er að auka þjónustu við íbúa til að komast leiðar sinnar á sem öruggastan og besta máta, sama hver ferðamátinn er hverju sinni. Bílastæðasjóður er í eigu Seltjarnarnesbæjar. Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar fer með stjórn bílastæðasjóðs en sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs er yfirmaður bílastæðasjóðs og sér um daglegan rekstur hans, þ.m.t. að annast framkvæmd stefnu og verkefna sjóðsins sem og samskipti við stjórnsýslu og stofnanir bæjarins. Stöðuverðir sjá um eftirlit og leggja á stöðubrotsgjöld.
Gjaldskrá
Gjaldskrá Bílastæðasjóð gildir frá 21. júlí 2020.
Brot | Upphæð |
---|---|
Stöðubrotsgjald – stöðvað undir bannmerki, stöðvað á gangstétt, of nærri gangbraut eða við aðrar nánari tilteknar aðstæður sbr. 110. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 | 10.000 krónur |
– 14 dögum eftir álagningu | 15.000 krónur |
– 28 dögum eftir álagningu | 20.000 krónur |
– Lagt í bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða | 20.000 krónur |
– 14 dögum eftir álagningu | 30.000 krónur |
– 28 dögum eftir álagningu | 40.000 krónur |